Opinberunarbók Jóhannesar-logo

Opinberunarbók Jóhannesar

Biblían

Síðasta bók Biblíunnar er að líkindum skrifuð á síðasta áratug fyrstu aldar eða á tímum ofsókna Dómitíanusar keisara. Hún er eina opinberunarrit Nýja testamentisins en opinberunarrit nefnist flokkur rita sem rituð voru meðal Gyðinga á síðustu öldunum fyrir Krist og fjalla á dulmáli um yfirstandandi tíma í því skyni að uppörva fólk og hvetja til trúarstaðfestu. Daníelsbók í Gamla testamentinu er meðal opinberunarrita. Svipað efni er víða í Nýja testamentinu, t.d. í 24. kafla Matteusarguðspjalls og 13. kafla Markúsarguðspjalls. Ýmis hugtök, svo sem upprisa, Mannssonur o.fl., eiga rætur sínar að rekja til hugmynda opinberunarritanna. Myndir og líkingar Opinberunarbókarinnar hafa verið túlkaðar á ýmsa vegu í tímans rás og við tilraunir sínar til að túlka tákn bókarinnar hefur mönnum oft sést yfir þær sögulegu aðstæður sem bókin var skrifuð við. Þá voru ofsóknartímar. Rómverski keisarinn heimtaði að menn tilbæðu sig sem guð. Því neituðu kristnir menn og vitnuðu þess í stað um að aðeins mætti tilbiðja Guð og Jesú, „lambið hið slátraða“ (Opb 5.6), og þurftu að gjalda fyrir þann vitnisburð með lífi sínu (sbr. Opb 6.9−6.10). Málfar höfundar er skáldlegt og í ríkulegu myndmáli túlkar hann atburði líðandi stundar. Opinberunarbókin hefur verið óþrjótandi uppspretta skálda og listamanna. Tilgangur bókarinnar er að uppörva og hvetja þá sem lifa við ofsóknir og erfiðleika. Hún hefur enda mikið verið lesin á þrengingatímum og þá hafa menn þóst geta lesið margt út úr táknum hennar og heimfært á líðandi stund. Á þrengingatímum hafa ótalmargir sótt huggun og þrótt í Opinberunarbókina því að hún ítrekar að þrátt fyrir allt er Guð sá sem öllu stjórnar: „Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim og þeir munu vera fólk hans … Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“ (21.3–21.4). Duration - 1h 29m. Author - Biblían. Narrator - Ragnheiður Steindórsdóttir. Published Date - Wednesday, 17 January 2024.

Location:

United States

Description:

Síðasta bók Biblíunnar er að líkindum skrifuð á síðasta áratug fyrstu aldar eða á tímum ofsókna Dómitíanusar keisara. Hún er eina opinberunarrit Nýja testamentisins en opinberunarrit nefnist flokkur rita sem rituð voru meðal Gyðinga á síðustu öldunum fyrir Krist og fjalla á dulmáli um yfirstandandi tíma í því skyni að uppörva fólk og hvetja til trúarstaðfestu. Daníelsbók í Gamla testamentinu er meðal opinberunarrita. Svipað efni er víða í Nýja testamentinu, t.d. í 24. kafla Matteusarguðspjalls og 13. kafla Markúsarguðspjalls. Ýmis hugtök, svo sem upprisa, Mannssonur o.fl., eiga rætur sínar að rekja til hugmynda opinberunarritanna. Myndir og líkingar Opinberunarbókarinnar hafa verið túlkaðar á ýmsa vegu í tímans rás og við tilraunir sínar til að túlka tákn bókarinnar hefur mönnum oft sést yfir þær sögulegu aðstæður sem bókin var skrifuð við. Þá voru ofsóknartímar. Rómverski keisarinn heimtaði að menn tilbæðu sig sem guð. Því neituðu kristnir menn og vitnuðu þess í stað um að aðeins mætti tilbiðja Guð og Jesú, „lambið hið slátraða“ (Opb 5.6), og þurftu að gjalda fyrir þann vitnisburð með lífi sínu (sbr. Opb 6.9−6.10). Málfar höfundar er skáldlegt og í ríkulegu myndmáli túlkar hann atburði líðandi stundar. Opinberunarbókin hefur verið óþrjótandi uppspretta skálda og listamanna. Tilgangur bókarinnar er að uppörva og hvetja þá sem lifa við ofsóknir og erfiðleika. Hún hefur enda mikið verið lesin á þrengingatímum og þá hafa menn þóst geta lesið margt út úr táknum hennar og heimfært á líðandi stund. Á þrengingatímum hafa ótalmargir sótt huggun og þrótt í Opinberunarbókina því að hún ítrekar að þrátt fyrir allt er Guð sá sem öllu stjórnar: „Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim og þeir munu vera fólk hans … Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“ (21.3–21.4). Duration - 1h 29m. Author - Biblían. Narrator - Ragnheiður Steindórsdóttir. Published Date - Wednesday, 17 January 2024.

Language:

Icelandic


Premium Episodes
Premium

Duration:00:00:24

Duration:00:04:10

Duration:00:06:00

Duration:00:05:00

Duration:00:02:46

Duration:00:03:19

Duration:00:04:02

Duration:00:03:53

Duration:00:02:50

Duration:00:04:05

Duration:00:02:27

Duration:00:04:12

Duration:00:03:47

Duration:00:03:57

Duration:00:05:03

Duration:00:02:05

Duration:00:03:59

Duration:00:03:56

Duration:00:05:26

Duration:00:04:40

Duration:00:03:37

Duration:00:05:30

Duration:00:04:15

Duration:00:00:25